Icelandic(IS)English (United Kingdom)
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf


 Þriðjudagskvöldið 24. janúar kl. 19.30 mun Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur halda námskeið í grunnskólanum í Vík um veðurfar í Mýrdalnum og nágrenni. Farið er í einkenni veðurlags, einkum í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum. Rakið hver eru áhrif fjalla á hita, vind, úrkomu og snjóalög. Skoðað verður hversu ríkan þátt sjórinn og sjávarhiti hefur á veðurfar og hvaða afleiðingar hlýnandi veður hefur fyrir syðsta hluta landsins. Þá verður komið inn á áhrif Kötlu á veðurfar, möguleg áhrif sprengigosa á veðurfar á hnattræna vísu og niðurslátt eldinga sem búast má við þegar sprengigos verða undir jökli.

Námskeiðið er í boði samstarfsaðila en innritun fer fram hjá 

Fræðsluneti Suðurlands í síma 480 8155 eða á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Kötluseturs, Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands.

 

Fólkið sem er í forsvari fyrir Kötlu jarðvang fær oft þessa spurningu, "hvað er jarðvangur?" 

Við þessari spurningu eru mörg svör og hér á eftir eru nokkur þeirra ásamt því hvað jarðvangur er ekki.

Hvað er jarðvangur?
•    Er tákn um gæði í náttúrutengdri ferðaþjónustu – gæði og virðing fyrir náttúrunni.
•    Svæði sem inniheldur merkilegar jarðminjar og með markmið um að koma þeim á framfæri.
•    Áhugavert svæði vegna t.d. vísindarannsókna, fræðslugildis, fjölbreytileika, sjaldgæfra jarðminja.
•    Staðir innan svæðisins sem tengjast fornleifum, sagnfræði, menningu, vistfræði og lífríki.
•    Bæta viðhorf og þekkingu fólks á jarðminjum og náttúru, byggja upp jarðferðamennsku og styðja þannig við efnahagslega framþróun svæðisins.
•    Skilyrði að sveitarfélög séu þátttakendur í uppbyggingu jarðvangsins.
•    Lagaleg verndun er í höndum sveitarfélaganna.
•    Skýr stefna um sjálfbæra þróun.
•    Byggt á þeirri starfsemi sem fyrir er en ekki gerð krafa um að allt sé byggt upp frá grunni. Á svæðinu eru nú þegar Upplýsinga- og fræðslumiðstöðvar á nokkrum stöðum, sem notaðar verða.  T.d mun  Upplýsingamiðstöð/Sögusetur á Hvolsvelli, Skógasafn, Upplýsingamiðstöð/Brydebúð í Vík og Kirkjubæjarstofa/Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri þjóna sem slíkar stöðvar.
•    Mikið er lagt upp úr fræðsluskiltum, merkingum og ýmis konar upplýsingum til gesta, s.s. leiðsögn um svæði (þá helst af heimamönnum) og þjónustu- og gönguleiðakort.
•    Gott og öruggt aðgengi auk áætlunar um viðhald og viðbætur í þeim efnum.
•    Megináherslan er ekki eingöngu á jarðfræði svæðisins heldur einnig á menningu og hefðir.
•    Áhersla er lögð á matvæli úr héraði, bæði í verslunum og á veitingastöðum.
•    Áhersla er einnig lögð á sölu handverks úr héraði.
•    Yfir vetrartímann skapast aukin tækifæri fyrir t.d. nemendaheimsóknir.


Jarðvangur er EKKI:
•    Svæði sem inniheldur einungis framúrskarandi jarðminjar.
•    Stakur, lítill staður sem er áhugaverður vegna jarðfræði.
•    Afgirt svæði sem er einungis fyrir vísindamenn.
•    Jarðfræðilegur þemagarður.
•    Svæði þar sem þátttaka heimamanna er engin.
•    Svæði með enga stefnumótun um sjálfbæra efnahagslega þróun.
•    Formlega lagaleg útnefning.
•    Bákn eða  hít sem peningum er hent í.
•    Boð og bönn sem stýra tilveru manneskjunnar innan jarðvangsins.
 

Jarðvangsráðstefna Fimmtudaginn 3. nóvember 2011 kl. 13:10 á Hótel Hvolsvelli

13.10 Setning ráðstefnu. Ráðstefnustjóri: Friðrik Pálsson, formaður Íslandsstofu
13.20 Jarðvangurinn Katla - European and Global UNESCO Geopark - Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri HfSu
13.40 Hvað gerir svæðið áhugavert ? – Haukur Jóhannesson jarðfræðingur
14.00 Geotúrismi– fræðandi ferðaþjónusta - Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri HfSu
14.20 Kaffihlé
14.30 Byggðaþróun svæðisins - Steingerður Hreinsdóttir verkefnastjóri AÞS
14.50 Vöruþróun innan jarðvanga – Þóra Valsdóttir verkefnastjóri hjá Matís
15.10 Viðurkenningar og verðlaun fyrir áfangastaði? Tækifæri í framleiðslu og ferðaþjónustu. Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða
15.30 Umræðustjóri - Þuríður Aradóttir
16.00 Samantekt og ráðstefnulok


Í lok ráðstefnunnar verður ráðstefnugestum boðið á opnun Safnahelgarinnar á Suðurlandi í Sögusetrinu

 Háskólafélag Suðurlands og Katla jarðvangur leita að KRAFTMIKLUM EINSTAKLINGI Í 

KREFJANDI STARF REKSTRARSTJÓRA nýstofnaðs jarðvangs á Suðurlandi

 Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu umhverfi. Rekstrarstjórinn hefur rík tækifæri til að 

sýna frumkvæði að nýsköpun á svæðinu, vinna að gerð fræðsluefnis, veita stuðning við verkefni og fyrirtæki á svæðinu og þróa rekstrarumhverfi jarðvangsins. 

Að verkefninu  stendur stjórn og öflugt net fagaðila, rekstrarstjórinn þarf því auk frumkvæðis að taka virkan þátt í teymisvinnu.

Rekstrarstjórinn tekur þátt í að skapa og ýta úr vör áhugaverðu byggðaþróunarverkefni sem tekur á flestum kimum samfélagsins. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, faglegra vinnubragða og vilja til að 

ná framúrskarandi árangri í þágu byggðarinnar. 

 Hæfniskröfur:

• Háskólapróf sem nýtist í starfi

• Mikið frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum

• Framúrskarandi skipulagshæfni

• Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi

• Reynsla af nýsköpunarstarfi

• Reynsla af rekstri

 Jarðvangurinn nær yfir sveitarfélögin þrjú; Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp, og er gert ráð fyrir að starfstöð og búseta rekstrarstjórans verði í einhverju þessara sveitarfélaga.  Um fullt starf er að ræða og um launakjör fer eftir samkomulagi.  Umsóknir, m.a. með upplýsingum um menntun og starfsreynslu,  berist Háskólafélagi Suðurlands eigi síðar en 18. nóvember.  Nánari upplýsingar veita Sigurður Sigursveinsson ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , s. 897-2814) og Steingerður Hreinsdóttir ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , s. 848-6385) en auk þess er bent á www.katlageopark.is. 

 

Katla jarðvangur, sem nær yfir sveitarfélögin Skaftárhrepp, Mýrdalshrepp og Rangárþing eystra, var formlega samþykktur inn í European Geoparks Network og UNESCO Global Geoparks Network á ársfundi evrópsku samtakanna í Langesund í Noregi í dag.
Umsóknin þótti sérlega vel unnin og var hún einróma samþykkt af inntökunefndinni.
“Það vakti athygli á þessum ársfundi samtakanna hversu stuttan tíma það tók jarðvanginn að fá inngöngu og það hversu sterk áherslan er á byggðaþróun svæðisins. Jafnframt hversu sterkur stuðningur baklandsins er. Þetta er magnaður árangur í ljósi þess að sumir jarðvangar hafa verið með umfangsmikla starfsemi árum saman án þess að komast inn í þetta samstarfsnet. Við sem höfum unnið að framgangi þessa verkefnis síðastliðin ár erum að vonum sérlega ánægð með þennan árangur,” segir Steingerður Hreinsdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, en hún fór sem einn af þremur fulltrúum jarðvangsins til Noregs.

Nánar...

There are no translations available.

 The Katla Geopark Project has just published it´s first booklet, colourful 22 pages with a number of pictures, maps and explanatory texts.  The booklet  will be on sale in bookstores and  information centres in the area.  You can preview it here.  Enjoy!

Þrír fulltrúar frá Kötlu jarðvangi munu í vikunni leggja land undir fót og taka þátt í ráðstefnu á vegum Evrópusamtaka jarðvanga (European Geoparks).
Ráðstefnan fer fram í Langesund í Noregi og er Gea Norvegica Geopark gestgjafi að þessu sinni en hann var fyrsti Skandinavíski meðlimur European Geoparks Network.
Sigurður Sigursveinsson, Steingerður Hreinsdóttir og Þuríður H. Aradóttir fara fyrir hönd Kötlu jarðvangs og munu halda erindi á ráðstefnunni um  Kötlu jarðvang á sunnudaginn kemur.  Á laugardaginn verður svo tilkynnt hvort fyrirliggjandi umsókn Kötlu Jarðvangs í GGN (Global Geoparks Network) og EGN (European Geoparks Network) verður afgreidd á þann veg að Katla jarðvangur verði fullgildur meðlimur eða hvort frekari undirbúningsvinna þurfi að fara fram áður en af því verður.
Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér

 Skráning á fyrirlesturinn sem Ross Dowling heldur um jarðminnjaferðamensku og haldinn verður á mánudaginn er í fullum gangi. Skráningar berast víða að og er greinilegt að jarðminnjaferðamennska vekur athygli aðila víða að út atvinnulífinu. Þáttakendur eru meðal annars úr ferðaþjónustu, ferðamálafulltrúar ásamt starfsmönnum sveitarfélaga og ýmisa stofnana. Minnum á að skráning fer fram með tölvupósti á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Jarðminjaferðamennska er skilgreind sem ferðaþjónusta sem byggir á sérstæðri jarðfræði og nýtur stöðugt meiri vinsælla á heimsvísu. Einn virtasti sérfræðingur heims á þessu sviði, dr. Ross Dowling, heldur opinberan fyrirlestur á vegum Háskólafélags Suðurlands og Kötlu Jarðvangs í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins mánudaginn 29. ágúst kl. 15-17.

Vikuna 21. – 28. ágúst verður dr. Ross Dowling aðalkennari á meistaranámskeiði í Háskóla Íslands um þetta efni með sérstakri áherslu á jarðvanga (Geoparks). 

Skráning er hafin á fyrirlesturinn þann 29. ágúst á netfanginu Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .  Verð er kr. 7.500 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og Ross Dowling er að finna á hér á heimasíðunni og hér má finna ferilskrá dr. Ross.

Nánar...

Tveir sérfræðingar European Geoparks Network (EGN) heimsóttu Kötlu jarðvang 6.-8. júlí 2011.  Þetta vou þeir Nickolas Zouros prófessor og yfirmaður landafræðideildar University of the Aegean í Mytilene í Grikklandi og forstöðumaður Lesvos Geopark, og Maurizio Burlando jarðfræðingur og yfirmaður Beigua jarðvangsins á Ítalíu.

Skipulögð var þétt dagskrá fyrir þá félaga um sveitarfélögin þrjú; Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.  Dagskráin hófst með heimsókn á upplýsingamiðstöðina á Hvolsveli þar sem Þuríður H.  Aradóttir tók á móti gestunum, síðan var haldið í Sögusetrið þar sem snæddur var hádegisverður í boði sveitarstjórnar Rangárþings eystra.  Næsti viðkomustaður var Gestastofan á Þorvaldseyri þar sem Ólafur Eggertsson tók á móti hópnum og sýndi þeim m.a. kvikmyndina um eldgosin 2010 og áhrif þeirra á bæinn.  Næsti viðkomustaður var Skógasafn þar sem þeir Sverrir Magnússon og Þórður Tómasson tóku á móti gestunum.  

Þá var komið við á Ketilstöðum þar sem þau Jóhann Vignir Hróbjartsson og Margrét Birgisdóttir sýndu gestunum nýopnað hótel sitt, Katla Volcano Hotel.  Komið var við í fjörunni hjá Görðum en síðan tekið hús á Þóri Kjartanssyni í Víkurprjóni þar sem hann sýndi þeim framleiðslu sína. Dagurinn endaði svo í grillveislu í hellinum í Þakgili þar sem Elías Guðmundsson og Grétar Einarsson sáu um matseldina.  Gist var á Hótel Höfðabrekku hjá þeim hjónum Jóhannesi og Sólveigu.  Á fimmtudagsmorguninn var haldið austur yfir Mýrdalssand og áð við Dýralækjarkvísl þar sem Ingibjörg Eiríksdóttir tók á móti hópnum en síðan var haldið rakleiðis upp í Laka þar sem Kári Kristjánsson landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði tók á móti hópnum.  Um kvöldið var Skaftárstofa og Kirkjubæjarstofa heimsótt, snæddur var kvöldverður á Hótel Geirlandi í boði sveitarstjórnar Skaftárhrepps en gist var í Klausturhofi á Kirkjubæjarklaustri.  Um morguninn var litið við í Sveitabragganum en síðan haldið í Álftaverið þar sem Kristbjörg og Maria á Þykkvabæjarklaustri buðu m.a. upp á volgar ábrystir og heimagerða jógúrt og sögðu frá uppbyggingu ferðaþjónustunnar á staðnum.  Næsti viðkomustaður var í Hjörleifshöfða þar sem Þórir Kjartansson sagði gestum frá sögu staðarins en síðan var haldið á Ströndina í Vík þar sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps bauð til málsverðar.  Síðan var gengið niður í fjöru og síðan haldið í Brydebúð þar sem Eggert Sólberg Jónsson forstöðumaður Kötluseturs tók á móti hópnum.  Á leiðinni út úr var komið við í Dyrhólaey þar sem Eiríkur Vilhelm Sigurðsson landvörður tók á móti gestunum og loks farið upp að Sólheimajökli þar sem Elín Einarsdóttir oddviti sagði frá staðháttum.  Lauk þar með hinni formlegu dagskrá með þeim félögum.

Eins og sjá má af ofanskráðu komu fjölmargir aðilar að heimsókninni og eru þeim öllum færðar bestu þakkir fyrir hönd Kötlu jarðvangs.  Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands ók þeim félögum um svæðið en auk hans fylgdu þeim hluta úr ferðinni þau Ingibjörg Eiríksdóttir, Lovísa Ásbjörnsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir og Þuríður H. Aradóttir.

Umsókn Kötlu jarðvangs að European Geoparks Network verður tekin fyrir á ársfundi samtakanna í Noregi um miðjan september en af hálfu jarðvangsins sækja fundinn þau Sigurður Sigursveinsson, Steingerður Hreinsdóttir og Þuríði H. Aradóttir og munu þar kynna jarðvanginn fyrir öðrum fundarmönnum.

 

 

There are no translations available.

 The first Geopark week of the Katla Geopark Project was celebrated May 21- May 27 2011.  It went off to a spectular start as the Grímsvötn eruption started on May 21st!  Therefore, most of the planned activities did not take place because of the heavy ashfall, but in Hvolsskóli the teachers and students did projects combining Katla Geopark features with the 1100 years anniversary of Njálsbrenna (Burning of Njal).

In Grunnskólinn in Vík the students did projects on birds and other natural phenonema in the geopark. 

In Kirkjubæjarskóli the school was closed during the Geopark week because of heavy ashfall in the area.


 Katla jarðvangur leitar að tveimur öflugum starfsmönnum í tímabundin verkefni (sumarstörf). Verkefnin sem um ræðir tengjast umsókn jarðvangsins um aðild að European Geoparks Network. 

 Ýmsir verkþættir koma til greina;  söfnun jarðfræðiupplýsinga, öryggisúttekt á ferðamannastöðum, vinna við markaðssamskiptaáætlun jarðvangsins og/eða vinnslu námsefnis í tengslum við jarðvanginn. 

Gerðar eru kröfur um hæfni sem nýtist í starfi, frumkvæði, metnað og áhuga á íslenskri náttúru. 

Nauðsynlegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

 Umsóknarfrestur er til 26. júní 2011. Fyrirspurnir og umsóknir berist til Háskólafélags Suðurlands, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .  Einnig veita þau Sigurður Sigursveinsson (s. 897-2914, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) og Steingerður Hreinsdóttir (s. 848-6385, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) nánari upplýsingar.

 Jarðvangurinn Katla nær yfir sveitarfélögin Rangárþing eystra, Skaftárhrepp og Mýrdalshrepp og er nú í umsóknarferli að  European Geoparks Network (EGN). Markmiðið með stofnun jarðvangsins er að koma jarðminjum svæðisins á framfæri, vernda þær og stuðla að sjálfbærri efnahagslegri þróun innan hans með því m. a. að þróa ferðamennsku á sviði jarð- og náttúrufræða (geotourism). Sjá nánar á www.katlageopark.is. 

 

 

 

 

 

Eitt af því sem einkennir starfsemi jarðvanga (geoparks) er að halda úti Viku jarðvangsins ár hvert, gjarnan í lok maí eða fyrri hluta júní.  Í þessari viku er lögð áhersla á að kynna jarðfræði viðkomandi svæðis en einnig starfsemi jarðvanganna sjálfra, tengslum þeirra við skóla og almenningsfræðslu og áherslu þeirra á mat, mennningu, handverk og listir úr heimahögum jarðvanganna sjálfra.  

Ákveðið hefur verið að fyrsta vikan af þessu tagi í Jarðvanginum Kötlu (Katla Geopark) verði 21.-27. maí 2011.  Jarðvangurinn hvetur íbúa svæðisins til að beina viðburðum af ýmsu tagi á þessa viku og tengja þá við jarðvanginn.  Stefnt er að því að dagskrá vikunnar liggi fyrir í stórum dráttum eigi síðar en föstudaginn 6. maí. 

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum og upplýsingum til Ragnhildar Sveinbjarnardóttur verkefnisstjóra, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , s. 697-9986.

 
Velkomin í jarðvanginn Kötlu!  Katla Jarðvangur (á ensku: Katla Geopark) var formlega stofnaðu 19. nóvember 2010.  Jarðvangar (geoparks) eiga sér einungis rúmlega áratugasögu erlendis og nú hefur Ísland bæst í hópinn.  Markmiðið með starfsemi jarðvangsins er m.a. að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingu byggðarinnar. Þróuð verði jarðfræðitengd ferðamennska á svæðinu (Geotourism) sem byggi á fræðslu um jarðminjar, samspil manns og náttúru, og útivist.

Jarðvangurinn Katla tekur til sveitarfélaganna þriggja; Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.  Sótt var um aðild að Evrópska samstarfsnetinu um jarðvanga í nóvember 2010.

Sameiginlegt námskeið Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands, Staðarleiðsögn á jarðvangi, hófst laugardaginn 26. febrúar sl. í Skógum undir Eyjafjöllum.  Mjög góð aðsókn er að námskeiðinu, 37 þátttakendur, en það er haldið með stuðningi Starfsmenntasjóðs og tengist einnig norrænu samstarfsverkefni sem Háskólafélagið á aðild að, Nordic Geo Guide School, í samvinnu við Magma Geopark á Rogalandi í Noregi, Háskólann í Stavanger og Silurian Islands Geopark á eyjunni Saaremaa í Eistlandi.