Icelandic(IS)English (United Kingdom)
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf


Eitt af því sem einkennir starfsemi jarðvanga (geoparks) er að halda úti Viku jarðvangsins ár hvert, gjarnan í lok maí eða fyrri hluta júní.  Í þessari viku er lögð áhersla á að kynna jarðfræði viðkomandi svæðis en einnig starfsemi jarðvanganna sjálfra, tengslum þeirra við skóla og almenningsfræðslu og áherslu þeirra á mat, mennningu, handverk og listir úr heimahögum jarðvanganna sjálfra.  

Ákveðið hefur verið að fyrsta vikan af þessu tagi í Jarðvanginum Kötlu (Katla Geopark) verði 21.-27. maí 2011.  Jarðvangurinn hvetur íbúa svæðisins til að beina viðburðum af ýmsu tagi á þessa viku og tengja þá við jarðvanginn.  Stefnt er að því að dagskrá vikunnar liggi fyrir í stórum dráttum eigi síðar en föstudaginn 6. maí. 

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum og upplýsingum til Ragnhildar Sveinbjarnardóttur verkefnisstjóra, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , s. 697-9986.