Icelandic(IS)English (United Kingdom)
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf


 Katla jarðvangur leitar að tveimur öflugum starfsmönnum í tímabundin verkefni (sumarstörf). Verkefnin sem um ræðir tengjast umsókn jarðvangsins um aðild að European Geoparks Network. 

 Ýmsir verkþættir koma til greina;  söfnun jarðfræðiupplýsinga, öryggisúttekt á ferðamannastöðum, vinna við markaðssamskiptaáætlun jarðvangsins og/eða vinnslu námsefnis í tengslum við jarðvanginn. 

Gerðar eru kröfur um hæfni sem nýtist í starfi, frumkvæði, metnað og áhuga á íslenskri náttúru. 

Nauðsynlegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

 Umsóknarfrestur er til 26. júní 2011. Fyrirspurnir og umsóknir berist til Háskólafélags Suðurlands, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .  Einnig veita þau Sigurður Sigursveinsson (s. 897-2914, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) og Steingerður Hreinsdóttir (s. 848-6385, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ) nánari upplýsingar.

 Jarðvangurinn Katla nær yfir sveitarfélögin Rangárþing eystra, Skaftárhrepp og Mýrdalshrepp og er nú í umsóknarferli að  European Geoparks Network (EGN). Markmiðið með stofnun jarðvangsins er að koma jarðminjum svæðisins á framfæri, vernda þær og stuðla að sjálfbærri efnahagslegri þróun innan hans með því m. a. að þróa ferðamennsku á sviði jarð- og náttúrufræða (geotourism). Sjá nánar á www.katlageopark.is.