Icelandic(IS)English (United Kingdom)
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf


Þrír fulltrúar frá Kötlu jarðvangi munu í vikunni leggja land undir fót og taka þátt í ráðstefnu á vegum Evrópusamtaka jarðvanga (European Geoparks).
Ráðstefnan fer fram í Langesund í Noregi og er Gea Norvegica Geopark gestgjafi að þessu sinni en hann var fyrsti Skandinavíski meðlimur European Geoparks Network.
Sigurður Sigursveinsson, Steingerður Hreinsdóttir og Þuríður H. Aradóttir fara fyrir hönd Kötlu jarðvangs og munu halda erindi á ráðstefnunni um  Kötlu jarðvang á sunnudaginn kemur.  Á laugardaginn verður svo tilkynnt hvort fyrirliggjandi umsókn Kötlu Jarðvangs í GGN (Global Geoparks Network) og EGN (European Geoparks Network) verður afgreidd á þann veg að Katla jarðvangur verði fullgildur meðlimur eða hvort frekari undirbúningsvinna þurfi að fara fram áður en af því verður.
Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér