Icelandic(IS)English (United Kingdom)
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf


 Þriðjudagskvöldið 24. janúar kl. 19.30 mun Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur halda námskeið í grunnskólanum í Vík um veðurfar í Mýrdalnum og nágrenni. Farið er í einkenni veðurlags, einkum í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum. Rakið hver eru áhrif fjalla á hita, vind, úrkomu og snjóalög. Skoðað verður hversu ríkan þátt sjórinn og sjávarhiti hefur á veðurfar og hvaða afleiðingar hlýnandi veður hefur fyrir syðsta hluta landsins. Þá verður komið inn á áhrif Kötlu á veðurfar, möguleg áhrif sprengigosa á veðurfar á hnattræna vísu og niðurslátt eldinga sem búast má við þegar sprengigos verða undir jökli.

Námskeiðið er í boði samstarfsaðila en innritun fer fram hjá 

Fræðsluneti Suðurlands í síma 480 8155 eða á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Kötluseturs, Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands.