Icelandic(IS)English (United Kingdom)
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf
  • Ráðgjöf


Velkomin í jarðvanginn Kötlu!  Katla Jarðvangur (á ensku: Katla Geopark) var formlega stofnaðu 19. nóvember 2010.  Jarðvangar (geoparks) eiga sér einungis rúmlega áratugasögu erlendis og nú hefur Ísland bæst í hópinn.  Markmiðið með starfsemi jarðvangsins er m.a. að vernda og nýta jarðminjar svæðisins í þágu sjálfbærrar þróunar og eflingu byggðarinnar. Þróuð verði jarðfræðitengd ferðamennska á svæðinu (Geotourism) sem byggi á fræðslu um jarðminjar, samspil manns og náttúru, og útivist.

Jarðvangurinn Katla tekur til sveitarfélaganna þriggja; Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.  Sótt var um aðild að Evrópska samstarfsnetinu um jarðvanga í nóvember 2010.